Frá O Cebreiro til Santiago de Compostela. Síðustu 155 kílómetrarnir

Ferðalýsing


1Fimmtudagurinn 28. september

Brottfaradagur

Keflavík – Oviedo( Asturias)

  • Brottför Keflavik-xxxx kemur síðar
  • Akstur frá flugvelli að gististað fyrstu nóttina
  • Hótel fyrstu nóttina : XXX

2Sunnudagurinn 29.september

1. göngudagur. 0 Cebreiro- Triacastela 21 km

  • Fyrstu 10 km dagsins er hæðóttur
  • Eftir það er er lækkun um 500m
  • Sjá má á nokkurra km fresti, stöpla sem segja okkur hversu margir km séu til Santiago
  • Það er dásemd að hefja göngu á þessum slóðum, stundum þokukennt að morgni en þokan víkur fyrir sólinni fljótlega
  • Stutt á milli staða þar sem hægt er að fá sér að borða og drekka ( fyrst eftir 3 km ca.)
  • Gistum á XXX

3Mánudagurinn 30. september

2. göngudagur. Tricastela – Sarria 19 km

  • Hér má velja um tvær leiðir frá Tricastela; hægri= San Xil eða vinstri: Samos sem er 5 km lengri, en á þeirri leið má sjá elsta Monasterio Benedictino á Spáni, sjáum til hvor leiðin verður farin
  • Byrjað er að fara upp á við 250 m en síðan liggur leiðin niður til Sarría sem er stærsti bærinn á þessari leið
  • Lítið að hafa á þessari dagleið, vatn, hnetur og ávexti þarf að hafa meðferðis.
  • Gistum á XXX

4Þriðjudagurinn 01. október

3. göngudagur. Sarría – Portomarin  22,5 km

  • Gengið úr 450 m í 700 m
  • Hér eru um 100 km eftir til Santiago
  • Gengið um sveitir og þorp
  • Engin vandræði með vatn eða mat
  • Göngum framhjá u.þ.b. 20 þorpum !
  • Barbadelo eftir 3,5 km er fyrsti áfangastaður. Síðan rekur hver annan
  • Portomarín liggur beggja vegna við ánna Mino, Embalse de Belesar Dam sem er stífla var reist 1956-1962, við það var vatni veitt á dalinn og yfir gömlu borgina.
  • Gistum á XXX

5Miðvikudagurinn 2.október

4. göngudagur. PortoMarín- Palas de Rei  22 km

  • Hækkun dagsins kemur strax um morguninn, er úr 420-760 m, fer svo lækkandi ( Monte San Antonio)
  • Eftir 7,6 km er viðkomustaður Gonzar
  • 4,5 km er Hospital de la Cruz, hægt að borða
  • Fyrr á öldum var hér pílagrímasjúkrahús sem er horfið núna
  • Hæst stendur Ligonda, sem er skuggi þess sem áður var þegar hér var mikilvægur áningastaður með sjúkrahúsi, enn má sjá rústir kirkjugarðsins
  • Gistum á XXX

6Fimmtudagurinn 3. október

5. göngudagur. Palas de rei- Melide  16 km

  • Stuttur og þægilegur dagur í dag
  • Göngum mikið eftir skógartígum, hestar og kýr á beit í sveitinni, fuglasöngur og friðsæld
  • Stutt á milli þorpa og bæja, nóg að hafa til að borða og drekka.
  • Sveitir Galiciu minna stundum á Irland og sveitirnar þar,
  • Á leið inni í Melide göngum við hjá kirkju San Pedro, þar er að finna leifar af 15. aldar veggmynd
  • Gistum á XXX

7Föstudagurinn 4. október

6. göngudagur. Melide – Arzúa 15 km

  • Stuttur og auðveldur dagur í dag
  • Eins og síðustu daga er óþarfi að bera með sér mat, aðeins vatn, stutt er á milli þorpa.
  • Boente de Baxixo er fyrsti áningarstaður eftir 5.4 km
  • Ribadiso de Baixo, þar má sjá pílagrímasjúkahús frá 14. öld sem er notað sem albergue í dag.
  • Gistum á XXX

8Laugardagurinn 5.október

7. göngudagur. Arzúa – Pedrouzo  19,5 km

  • Því meir sem nálgast er Santiago því fleiri eru kirkjurnar og önnur minnismerki sem reist hafa verið á Jakobsstígnum.
  • Göngum í gegnum mörg smáþorp og bæi og eins og áður er óþarfi að bera mikið með sér.
  • Eftirvæntingin eykst, margir pílagrímar hafa bæst í hópinn og eftirvæntingin verður nánast áþreifanleg
  • Þetta er dagur til að njóta og vera til, gangan auðveld og lokatakmarkið að nálgast.
  • Gistum á XXX

9Sunnudagurinn 6. október

8. göngudagur. Pedrouzo – Santiago de Compostela  20 km

  • Dagurinn er tekinn snemma í dag, það er hátíðlegt að ganga þessa 20 km inn til Santiago
  • Við komum við á fjallinu Monte Gozo en áður fyrr þá sást í Dómkirkju Santiago af þessari hæð.
  • Höldum leið okkar áfram, þegar komið er inn í borgina stefnum við á Dómkirkjuna
  • Þegar komið er að Dómkirkjunni þá afhendum við pílagrímavegabréfin okkar og sækjum seinna um daginn ásamt syndaaflausnarskjalinu
  • Gistum á XXX

10Mánudagurinn 7. október

Dveljum í Santiago

  • Nú á sér stað umbreyting; pílagrímar breytast í ferðamenn sem njóta borgarinnar,
  • Dagskrá verður skipulögð með pílagrímum, hvort sem það verður fótsnyrting eða ferð á Heimsenda
  • Nánar um það síðar…
  • Njótum þess að hafa náð markmiðum okkar
  • Þökkum fyrir alla þá reynslu sem okkur hefur hlotnast
  • Förum heim sem nýjar manneskjur, reynslunni ríkari

11Þriðjudagurinn 8. október

Heimferðardagur

  • Tökum bíl á flugvöllinn um. Kl XX
  • Tökum flug frá Santiago flugvelli: XX
  • Heimkoma Keflavik XX
  • Takk fyrir samfylgdina !


Pantanir og fyrirspurnir: Sigrún Ásdís, s. 860-6644 og sigrunasdis@camino.is

*Kortið sýnir leiðina í grófum dráttum.

Verð og Almennar upplýsingar

  • Verð er kr 280.000 á mann miðað við tvo í herbergi
  • Aukagjald fyrir einbýli er kr 30.000 ( ath ekki alls staðar í boði)
  • Innifalið í verði er:
  • Flug
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Leiðsögn
  • Gisting og morgunverður
  • Trúss ( 10-15 kg )
  • Kvöldverður síðasta kvöldið
  • Pantanir og fyrirspurnir: Sigrún Ásdís, s. 8606644 og sigrunasdis@camino.is

Lengd ferðar

  • Samtals eru dagarnir 11, þar af eru göngudagar 8
  • Komið til O Ceibrero að kvöldi 28. sept.
  • Fyrsti göngudagur er 29.sept.
  •  Samtals verða gengnir u.þ.b. 155 km
  • Einn aukadagur verða í Santiago áður en haldið verður heim þann 8. okt.
  • Á þessum tíma er meðalhiti í kringum 16° C fer niður í 10°C á nóttunni

Nokkrir punktar

  • Töskur mega vera að hámarki 13 kg fyrir trússarana
  • Á göngudögum þurfa töskur að vera komnar niður í andyri gististaðar kl 8 að morgni
  • Morgunmatur er á gististað ef hægt er, annars finnur fararstjóri annan stað
  • Lagt af stað helst ekki seinna en kl 08 á morgnana (að fyrsta og síðasta degi undanskyldum)
  • Gengið er í þögn fyrstu 2 klst hvers dags
  • Morgunteygjur gerðar við fyrstu hentugleika að morgni
  • Innlegg dagsins kynnt áður en lagt er af stað