Frá Bilbao til Colombres 12. – 25. júní

Ferðalýsing


1Föstud. 12. júní

Brottfarardagur

Brottför frá KEF:

  • ATH UPPL KOMA SÍÐAR

2Laugard. 13. júní

1. Göngudagur Bilbao – Pobeña   31,9 km ( gengnir ca 12 km).

  • Tökum bíl frá Bilbao til Portugalete 20 km og losnum þannig við að ganga um iðnaðarsvæðið meðfram ánni.
  • Förum yfir Nerivón ánna á hengibrú; Puente Colgata ( 1887) yfir til Portugalete. Þegar yfir er komið tekur við rúllustigi upp í bæinn.
  • Portugalete er um 50 þús manna bær, fallegur og stendur alveg niður við ánna þar sem hún rennur í sjó fram. Verslum í hádegismatinn og fyrir næsta dag enda nóg af matvörubúðum. Göngum í áttina að Pobeña. Göngum upp tröppur sem leiða okkur upp eftir klettóttri ströndinni. Við tekur síðan gamall slóði eftir lest sem flutti járngrýti til sjávar fyrir margt löngu. Nóg af kaffihúsum á leið okkar til Playa Arena sem er stutt frá Pobeña.
  • Gisting Bilbao:
  • Gisting Pobeña:

3Sunnud. 14. júní

2. Göngudagur Pobeña – Castro Urdiales 15,3 km.

  • Nú liggur leiðin hér eftir í gegnum Cantabríu
  • Hægt er að velja um tvær leiðir til Castro Urdiales, veljum þá fallegri meðfram ströndinni.
  • Það er frábært útsýni til sjávar á þessari leið sem endar niður við strönd.
  • Castro Urdiales er nútímalegur ferðamannabær við Biscayflóa með um 40 þús íbúa.
  • Hér er mikill fiskiðnaður, sardínur og ansjósur fullunnar til útflutnings svo eitthvað sé nefnt.
  • Gisting:

4Mánud. 15. júní

3. Göngudagur: CASTRO URDIALES – LIENDO 24,5 KM

    • Hér er fjölbreyttnin í fyrirrúmi. Fyrst er gengið eftir hæðóttu mjúku landslagi með útsýni yfir strönd og haf þar til komið er að Islares eftir 7,5 km ( öll þjónusta)
    • Eftir það er gengið eftir þjóðveginum inn í landið og í stað sjávar er komin fjallasýn á meðan gengið ef eftir grænum dalvörpum inn í Liendo dalinn. Næsti viðkomustaður er Rioseco eftir 5 km ( öll þjónusta)
    • Þá eru eftir ca 10 km til Liendo og þar kemur 200m hækkun.
    • Gisting:

5Þriðjud. 16. júní

4. Göngudagur: Liendo- Laredo 10,5 km

  • Í Liendo má sá dæmi um arkitektúr sem kallaður er “Arquitectura Indiana”
  • Leiðin til Laredo er meðfram N-634
  • Farið er uppávið í byrjun en liggur svo niður á ströndina
  • Í Laredo er ein lengsta samfellda strönd á Spáni, förum alveg niður að ströndinni og göngum eftir henni um 3,5 km.
  • Hér ætlum við að gista á góðu hóteli og eiga frídag á morgun
  • Gisting í 2 nætur

6Miðv. 17. júní

Hvíldardagur í Laredo

7Fimmtud. 18. júní

5. Göngudagur: Laredo- Guemes 24,5 km

  • Byrjum á því að taka ferjuna yfir til Santoña. Eftir stutta göngu í gegnum bæinn, er farið að ströndinni á eina af fegurstu leiðum göngunnar, Playa de Berria, farið í gegnum kjarrivaxið landslag í framhaldinu.
  • Gengið um aðra strönd Playa de Trengandín sem er ekki síður falleg.
  • Seinnihluti þessarar dagleiðar liggur af sendnum ströndum á steinlagða gangstíga meðfram sveitavegum þar til komið er á áfangastað
  • Hérna verður gist á einum af þessum dásamlegu spænsku sveitagistinum, algjörlega dásamlegur staður
  • Gisting:

8Föstud. 19. júní

6. Göngudagur frá Guemes-Santander 20,5 km

  • Frá Guemes er gengið að sjónum og meðfram honum þar til komið er að ferjustað. Þetta er auðveld og skemmtileg ganga.
  • Oft þegar komið er inn í borgir þarf að ganga í gegnum iðnaðarhverfi allt að 10 km en þarna er þess ekki þörf, farið er með ferju frá Somos og yfir til Santander, falleg og auðveld leið.
  • Stoppum í Somos og fáum okkur að borða áður en haldið er til borgarinnar en Somos er lítill og rólegur hafnarstaður.
  • Santander er höfuðborg Cantabriu, 180 þús manna borg og er þriðja stærsta borgin á Camino Norte
  • Við tökum frídag í Santander í lok ferðarinnar
  • Gisting:

9Laugard. 20. júní

7. Göngudagur frá Santander – Santillana del Mar 26 km

  • Farið á bíl í gegnum iðnaðarsvæðið sem farið er í gegnum þegar gengið er út úr borginni.
  • Fáum okkur kaffi við komuna til Santa Cruz de Bezama, en þangað fer bíllinn með okkur.
  • Til að byrja með er gengið meðfram iðnaðarsvæði en síðan liggur leiðin um sveitir Cantábríu.
  • Áfangastaður okkar Santillana del Mar er 4500 manna bær. Þetta er hrífandi miðaldar bær sem Paul Sartre kallaði fallegasta þorp á Spáni en bærinn hefur mikið aðdráttarafl fyrir þá sem gaman hafa af því að versla og er hann frægur fyrir bæði ullar og bómullarframleiðslu.
  • Gisting:

10Sunnud. 21. júní

8. Göngudagur Santillana del Mar – Comillas 22,3 km

  • Grænn og vænn göngudagur framundan. Fyrsti viðkomustaður San Martín kemur á óvart, mjög falleg kirkja og fögur á liðast um bæinn. Næsti staður er Cóbreces ákaflega litríkur bær.  Að lokum er það Comillas sem er 4500 manna bær niður á strönd.
  • Í Comillas er mjög áhugaverður nútímalegur arkitektúr og má þar nefna byggingu eins og „Capricho de Gaudí“ en þar er veitingahús í dag.
  • Gefum okkur tíma til að skoða okkur um á þessum fallega stað og sérstaklega arkitektúrinn.

Gisting:

11Mánud. 22. júní

9. Göngudagur Comillas- San Vicente de la Barquera 11,5 km

  • Mikill fjölbreytileiki einkennir daginn, allskonar stígar, lítil þorp, margir staðir sem hægt er að stoppa á og fá sér að borða en þetta er stutt dagleið í dag.
  • Santa Ana er eftir 4,7km.
  • Endum í San Vicente de la Barquera, enn eitt sjávarplássið með um 4000 íbúa.
  • Þar eru margir góðir fiski veitingastaðir
  • Tökum eftir gotnesku 13. aldar kirkjunni Santa María de los Angeles sem spilar “ Ave María” Schuberts á 15 mín fresti, mörgum bæjarbúum til armæðu.
  • Gisting:

12Þriðjud. 23. júní

10. Göngudagur frá San Vicente de la Barquera – Colombres, 13 km

  • Þá er það síðasti göngudagurinn !
  • Á leið okkur út úr bænum förum við upp á hæðina Alto
  • Förum yfir nokkrar ár en brýrnar eru margar hverjar bæði gamlar og fallegar
  • Víða er hægt að stoppa og borða og fá sér kaffi. Colombres 1300 manna bær fékk verðlaun 2015: “Premio Ejemplar de Austurias” Safnið Archivo de Indianos setur svip sinn á bæinn,
  • Tökum bíl til Santander að aflokinni göngu
  • Gisting 2 nætur:

13Miðvikud. 24. júní

Hvíldardagur í Santander

  • Hvíldardagur í Santander
  • Hér njótum við bæjarins, röltum meðfram strandlengjunni
  • Kíkjum í bæinn
  • Umfram allt hvílum okkur og njótum þess að hafa lokið þessum áfanga
  • Förum út að borða í boði Jakobs um kvöldið

14Fimmtud. 25. júní

Heimferð


Pantanir og fyrirspurnir: Sigrún Ásdís, s. 8606644 og sigrunasdis@camino.is

  • í boði er annar valkostur: (aukakostn. v/gistinga og ferða: 70.000 kr.)
  • 25/6 Farið til Salamanca (5 klst í bus)Alsa
  • 26/6 dvalið í Salamanca, bærinn skoðaður
  • 26/6 bus til Madrid seinnipartinn (2,5 klst í bus) Avanza
  • 27/6 Dvalið í Madrid
  • 28/6 Heim frá Madrid, beint flug um kvöldið

*Kortið sýnir leiðina í grófum dráttum en er ekki 100% nákvæmt.

Verð og almennar upplýsingar

  • Verð er kr 280.000 á mann miðað við tvo í herbergi
  • Aukagjald fyrir einbýli er kr 50.000 ( ath ekki alls staðar í boði)

Innifalið í verði er:

  • Flug og gisting
  • Akstur til og frá flugvelli erlendis
  • Leiðsögn
  • Morgunverður á göngudögum
  • Trúss ein taska á mann, handfarangurstaska 55x20x40 cm
  • Kvöldverður síðasta kvöldið
  • Fjöldi: 8-10

Lengd ferðar

  • Komið til Bilbao að kvöldi 12. júní, fyrsti göngudagur er 13. júní
  • Göngudagarnir eru alls 10, samtals verða gengnir rúmlega 180 km
  • Einn frídagur verður tekin  á miðri leið
  • Annar frídagur svo í lokin í Santander
  • Alls 14 daga ferð
  • Byrjað í Baskalandinu græna síðan er farið til Cantabríu
  • Á þessum tíma er meðalhiti í kringum 22° C

Nokkrir punktar

  • Töskur mega vera að hámarki 13 kg fyrir trússarana
  • Á göngudögum þurfa töskur að vera komnar niður í andyri gististaðar kl 8 að morgni
  • Morgunmatur er á gististað ef hægt er, annars finnur fararstjóri annan stað
  • Lagt af stað helst ekki seinna en kl 08 á morgnana (að fyrsta og síðasta degi undanskyldum)
  • Gengið er í þögn fyrstu 2 klst hvers dags
  • Morgunteygjur gerðar við fyrstu hentugleika að morgni
  • Innlegg dagsins kynnt áður en lagt er af stað