CURSOS INTERNACIONALES USC / INTERNATIONAL COURSES USC
Avda. das Ciencias, s/n Chalet nº2 – Campus Vida
15782 Santiago de Compostela (Spain)

Ábyrgðarmaður
Pilar Taboada-de-Zúñiga R.,  PhD
Directora-Gerenta/ Director / General Manager

 Kynning á Jakobsveginum

1. og 2. Júlí 2024

Námskeiðið fer fram á ensku

Tilgangur námskeiðsins er að fræðast á þverfaglegan hátt  um El Camino de Santiago, frá upphafi til líðandi stundar.

Menning Jakobsvegarins og lykilatriði hennar eru hér skilgreind út frá listum, bókmenntum, kvikmyndum og tónlist.

Jafnframt er stuðst við félagshagfræðilega greiningu til að sýna áhrif Jakobsvegarins á fræðaheiminn.

Auk fyrirlestrana verður boðið upp á fjölbreytta menningarviðburði  síðdegis.

Málstofur:

  1. El Pórtico de la Gloria: Súlnagöngin og endurgerð þeirra. (El Pórtico de la Gloria eru yfirbyggð súlnagögn fyrir ofan aðalinngang Dómkirkjunnar í Santiago).

– El Pórtico de la Gloria og Dómkirkjan í Santiago
– Helgimyndir og táknkfræði súlnaganganna
– Breytingar og endurbætur sem hafa verið gerðar

2. El Códice Calixtino: Handbók fyrir pílagríma

Greining á fyrstu handbók fyrir pílagríma: El Códice Calixtino, gildi hennar sem heimildar, ekki einungis varðandi Jakobsveginn sem slíkan, heldur einnig varðandi byggingar sem reistar hafa verið á veginum í gegnum tíðina sem og fyrir borgina Compostela og Dómkirkjuna.

Einnig er leitast við að varpa ljósi á gildi hennar sem heimildar um ímynd Jakobs postula og um mismunandi listaverk sem byggja á þáttum úr lífi hans eða goðsögnum um hann.

3. Konur og pílagrímaferðir

Pílagrímaferðir kvenna og ástæður þeirra:

– Konur sem hafa gengið Jakobsveginn í gegnum aldirnar:

— Þær konungbornu
— Þær heilögu
— Hinar aðalsbornu
— Aðrar konur
— Samtímakonur

– Framlag kvenna til listasköpunar á Jakobsveginum

– Kvennlegar táknmyndir á veginum

4. Listaverk á Jakobsveginum

-Jakobsvegurinn sem uppspretta listsköpunar:

— Byggingar á pílagrímaleiðinni: musteri, brýr og sjúkrahús fyrir pílagríma.
— Jakobsvegurinn og listasköpun: hlutverk Jakobsvegarins í varðveislu rómverskrar listar.
— Dómkirkjan í Santiago: notkun og umbreytingar á pílagrímakirkju.
— Helgimyndafræði Jakobs postula.

Menningarviðburðir:

  1. Aðalinngangur Dómkirkjunnar, skoðunarferð
  2. Skoðunarferð um menningar- og listaarf Háskólans í Santiago