FRÁ LUARCA TIL SANTIAGO DE COMPOSTELLA 17. – 30. júní
Ferðalýsing
117. júní – Brottfaradagur
Keflavík – Bilbao
- Brottför frá KEF ( kemur síðar)
- Millilending
- Brottför frá X til Bilbao ( kemur síðar)
- Akstur er frá flugvelli til Luarca
Luarca í Asturias rúml. 5000 manna bær er sérstakur m.a. fyrir höfnina sem er skeifulaga og umkringd háum byggingum. Áin Negro hlykkjast um bæinn. Luarca er þekkt fyrir kirkjugarðinn sem stendir hátt, hvítur yfir að líta
Upplagt að borða við höfnina að kvöldi, bærinn er fallegur í dagsbirtu en ekki er hann síðri þegar búið er að lýsa hann upp að kvöldi.
Gistum á: Hotel Villa de Luarca
2Þriðjudagur 18. júní
1. Göngudagur Luarca – La Caridad 29 KM ( tökum bíl smá spöl 🙂 )
- Löng dagleið framundan
- Komum að bænum Villapedre eftir ca
- 14 km, stoppum það og borðum
- Stutt á milli bæja eftir það:
- Pinera-Villaoril-La Colorada-Navia-Jarrio-Cartavio-La Caridad
- Göngum meðfram ströndinni, það er hækkun upp frá Luarca síðan er það niður í móti með aðeins hækkun að lokum áður en við lækkum okkur niður til bæjarins La Caridad sem þýðir kærleikur en bærinn fékk nafn sitt af kærleiksríkum móttökum bæjarbúa við pílagríma. Þar búa núna um 1800 manns
- Gistum á Hotel Rural Casa Xusto
3Miðvikudagur 19. júní
2. Göngudagur frá lA CARIDAD –RIBADEO 21,4 km
- Göngum í gegnum bæinn, beygjum til hægri
- Valdepares, 3,6 km ( 700 íb) hægt að fá sér eitthvað hérna
- El Franco 1,2 km ( 4.250 íb) kaupum mat
- Porcia, eftir tæpan km. Hægt að velja um tvær leiðir, veljum þá til vinstri og höldum til
- Brul, 5,9 km án þjónustu
- Tol 1,5 km ( 340 íb)
- Ribadeo 8,5 km (10.000 íb)
- Gistum á La Casona de Lazúrtegui
4Fimmtudagur 20. júní
3. GÖNGUDAGUR: RIBADEO- LOURENZÁ 29,5 km
- Yfirgefum hafið og ströndina og göngum í átt til fjalla, eftir skógarstígum í kyrrð og ró
- Vilela 7 km ( fáir) hægt að fá eitthvað þar
- A Ponte de Arante 3,7 km (ekkert)
- Villamartín grande 5,7 km ( uppi á hæð, pequeno fyrir neðan (ekkert nema uppspretta)
- Gondán 4,4 km
- San Xusto 2,2 km Bar La Curva
- Lourenzá 2.300 íb
- Nauðsynlegt að skoða Monasterio Benedictino de San Salvador
- Gistum á Alberque Savior
5Föstudagur 21. júní
4. Göngudagur frá LOURENZÁ – Gontán 24 km
- Upp á móti í dag,
- Arroxo 1,7 km þjónusta
- Grove 1 km þjónusta
- Mondonedo 5 km öll þjónusta
- Lousada 8,3 km engin þjónusta
- San Cosme Da Montana 3 km kapilla
- Gontán 5,5 km
- Gistum 1,1 km frá á JARDINES PASO A FABRICA
6Laugardagur 22. júní
5. Göngudagur: Gontán – VILALBA 20,6 km
- Frekar þægilegur dagur framundan
- Abadín 0,5 km
- Martinán 6,7 km 2 barir hægt að borða
- Ponte Vella 2,8 km
- Goiriz 5,2 km þjónusta í boði
- Vilalba 5,8 km ca 15000 íb bær, síðasti stóri bærinn fyrir Santiago !
- Gistum á Parador de Vilalba
7Sunnudagur 23. júní
6. Göngudagur frá VILALBA – BAAMONDE 19,1 km
- Stuttur og auðveldur dagur
- Alba 6,1 km supermercado og bar
- Insúa 4 km Casa Alejandro, hægt að borða
- Baamonde 9 km
- Þurfum að nesta okkur vel fyrir næstu tvo daga þar sem lítið er hægt að kaupa sér
- Gistum á Hostal La Ruta Esmeralda
8Mánudagur 24. júní
7. Göngudagur frá BAAMONDE-MIRAZ 16 km
- ATH enginn verslun/bar/kaffihús næstu tvo daga
- Hluti leiðar á steini,
- Santa Leocadia, 7,8 km smábær án þjónustu
- Xeixón 3 km, álíka lítill og fyrri bær án þjón.
- Miraz 3,5 km hér þurfum við að gista, hér er þó bar sem eingöngu er með drykkjarföng
- Hægt að fá morgunmat á alberque
- Gistum á alberque O Abrigo í Miraz
9Þriðjudagur 25. júní
8. Göngudagur MIRAZ – SOBRADO DOS MONXES 20 km
- Höldum uppávið í dag ca 200 metra, förum í gegnum 3 smáþorp nánast án þjón:
- Alto de Mamoa 6,3 km
- Marcela 7,3 km
- Mesón 7,3 km hér er Mesón Suso og bar Cepo
- Sobrado 6 km hér er verslun, bar og fl
- Gistum á Hotel Rural Bi Terra í Sobrado
10Miðvikudagur 26. júní
9. Göngudagur SOBRADO DOS MONXES- ARZÚA 23 km
- Sameinumst Camino Francés í dag
- Mikið á asfalti/steyptir stígar
- Förum út úr þorpinu við klaustrið
- Castro 3,8 km án þjónustu
- Corredoiras 4,8 km 3 barir/veitingahús
- Boimorto 3,4 km þar er kaffihús
- Arzúa 10 km
- Gistum á Apartamentos Arzúa
11Fimmtudagur 27. júní
10. Göngudagur frá ARZÚA – O Pedrouzo, 19,1 km
- Það er stutt á milli staða, landslagið milt og fallegt, blíðar brekkur, skógarrjóður
- Það verður meira um manninn þar sem þessar tvær leiðir; Camino Frances og Camino Primitivo hafa nú sameinast,
- Njótum göngunnar, getum leyft okkur að slaka á og njóta eins og aldrei áður.
- Erum lítið á malbiki, höfum jörðina undir fótum
- Viðkomustaðirnir eru ótal margir, lítið þorp Galiciu sem hafa byggst upp í kringum þessa göngu.
- Aðalstræti er þessi kafli nefndur
- Við gistum á Pension 23-Vine e Tres
12Föstudagur 28. júní og laugardagur 29. júní
11. Göngudagur frá O Pedrouzo – Santiago de Compostela 20 km
- Síðasti göngudagurinn,göngum eftir Unaðsfjallinu eða el Monte del Gozo.
- Skálum fyrir okkur við komuna til Santiago
- Ef vill, getum við fengið aflátsbréf og hreinsað burt syndirnar enn og aftur,
- Gistum í 2 nætur á Hotel Compostela sem er nálægt Catedral
- Daginn eftir tökum við bíl á heimsenda/Finistierrra
- Frídagur þann 29/6 slökum á í borginni
- Haldið heim sunnudaginn 30. júní 2019
Pantanir og fyrirspurnir: Sigrún Ásdís, s. 8606644 og sigrunasdis@camino.is
*Kortið sýnir leiðina í grófum dráttum en er ekki 100% nákvæmt.
Verð og almennar upplýsingar
- Verð er kr 280.000 á mann miðað við tvo í herbergi
- Aukagjald fyrir einbýli er kr 20.000 ( ath ekki alls staðar í boði)
- Innifalið í verði er:
- Flug
- Akstur til og frá flugvelli
- Leiðsögn
- Gisting og morgunverður
- Trúss ( 10-15 kg )
- Kvöldverður síðasta kvöldið
Lengd ferðar
- Komið til Luarca að kvöldi 17. júní, fyrsti göngudagur er 18. júní
- Göngudagarnir eru alls 11, samtals verða gengnir 322 km.
- Byrjum í Asturias, endum í Galicíu í höfustaðnum Compostella,
- Þar sem við fáum syndaaflaust ef guð lofar
- Einn aukadagur er í Compostella áður en haldið verður heim þann 30. júní, þennan aukadag förum við til Finistierrra/heimsenda
- Á þessum tíma er meðalhiti í kringum 20-22° C