Frá ( Pasaje) San Sebastian til Bilbao 5. – 14. júní

Ferðalýsing


1Brottfaradagur 5. júní

Keflavík – Bilbao

  • Brottför Keflavik-Madrid: 09:05-15:20 Norwegian Airlines
  • Brottför Madrid-Bilbao 21:55-23:00 Air Europe
  • Akstur frá flugvelli að hóteli í Bilbao
  • Hótel fyrstu nóttina í Bilbao: Hotel Ripa, Ripa,3,

2Fimmtud. 6. júní

1. göngudagur  Pasajes – San Sebastian  10 km.

  • Farið er á bíl frá Bilbao til bæjarins Pasajes
  • Þetta er stuttur dagur og komum við því snemma dags á áfangastað.
  • Byrjum á bátsferð í Pasajes, hefjum svo gönguna upp frá Pasajes með löngum tröppum upp á Ulia fjall
  • Það er kaffihús á leiðinni eftir ca 6 km
  • San Sebastian eða Donostia eins og hún heitir á máli Baskverja „euskera“hefur verið kölluð fallegasta borg Spánar. Hún er staðsett í Baskahéraðinu og liggur við Biscayflóa um það bil 20 km frá landamærum Frakklands og Spánar, Íbúar eru um 190 þús
  • Tapas menning Baska er löngu þekkt. Um kvöldið förum við í gamla miðbæinn göngum á milli nokkurra tapas bara, smökkum og njótum
  • Gistum á „ A room in the city“

3Föstud. 7. júní

2. göngudagur: San Sebastian – Getaria 25 km

  • Leiðin liggur úr borginni meðfram ströndinni. Förum upp í hæðirnar og horfum út yfir sjóinn á aðra hönd og yfir græna sveitina á hina höndina.Við förum niður í bæ sem heitir Zarautz þar sem við fáum okkur að borða. Þarna er stundum vindasamt og surfing er mikið stundað.
  • Á milli bæjanna Zarautz og Getaria er skemmtileg leið meðfram ströndinni sem við göngum eftir og er hún lengsta strönd á þessu svæði eða 2.8 km.
  • Getaria sem er líka fiskibær eins og Zarautz, en báðir eiga sér sögu um hvalveiðar á árum áður. Íbúafjöldinn er um 3000, en þrátt fyrir það eru mörg frábær veitingahús sem bjóða upp á nýveiddan ferskan fisk.
  • Gistum við á Hotel Itxas- Gain Getaria,
  • Morgunmatur á hóteli

4Laugard. 8. júní

3. göngudagur: Getaria – Deba 18 km.

  • Hefjum daginn á morgunmat og teygjum
  • Höldum áfram göngunni upp á hæð fyrir ofan ströndina og göngum eftir stígum vel fyrir ofan og komum fljótlega niður í fallegan bæ sem heitir Zumaia, sem stendur við ánna Urola. Þessi bær varð til á  13. öld í kringum klaustur sem þarna er og var jafnan fyrir árásum sjóræningja á miðöldum.
  • Í Zumaia er upplagt að fá sér kaffi í bakaríinu.
  • Við göngum áfram um sveitir Baskalands, 2 þorp verða á leið okkar til Deba sem er 5 þús manna bær við sjóinn.
  • Gistum á Hotel Kanala

5Sunnud. 9. júní

4. göngudagur: Deba – Markina  24 km

  • Kveðjum hafið í bili. Göngum upp á við, tvö „fjöll“ eða hæðir.
  • Þarna er stígurinn margskonar, klettóttur sums staðar og í fyrir ári var verið að ryðja skóg á þessu svæði.
  • Göngum fram á nýlegt gistiskýli eftir ca 1.5 klst göngu. Öll nöfn á þessu svæði eru á basknesku og heitir skýlið Izabide Aterpetzea. Þarna er gott kaffi og gott að stoppa því ekki er um aðra staði að ræða á þessari dagleið. Höldum áfram upp á næstu hæð og að lokum komum við til Markina þar sem við fáum okkur að borða og gistum.
  • Markina er kölluð „The University of pelota“ en það er baskneskur boltaleikur, en þarna fara fram margir slíkir leikir. Minjar frá fornsteinöld hafa fundist í Markina
  • Gistum á Hotel Ansotegi

6Mánud. 10. júní

5. göngudagur Markina – Gernika 25 km (2,8 km)

  • Í upphafi fylgjum við smá lækjarsprænu í áttina að þorpinu Bolibar og klaustri frá miðöldum sem heitir Zenarruza. Leiðin er skógi vaxin að hluta og frekar þægileg.
  • Frelsishetjan Símon Bolivar fæddist í Bolibar. Hann leiddi sjálfstæðishreyfingu og sjálfstæðisbaráttu Venesúela, Kólumbíu, Ekvador, Perú, Panama og Bólivíu.
  • Þægileg ganga og fallegt umhverfi. Leiðin liggur til Gerniku sem er hvað frægust fyrir samnefnt verk Picassos og lýsir andstyggð hans á voðaverkum sem framin voru í borgarstyrjöldinni á tímum Francos þegar hann með aðstoð þjóðverja lét jafna þorpið við jörðu í loftárásum 1937.
  • Gistum á Hotel Urune í Muxika, 2,8 km frá Gerniku, tökum bíl frá Gerniku

7Þriðjud. 11. júní

6. göngudagur: Gernika (Muxika) – Lezama 18 km

  • Stuttur göngudagur. Leiðin liggur uppá við í byrjun en lækkar síðan. Göngum eftir skógarstígum og sveitavegum alla leið til Lezama.
  • Lezama er lítill bær sem liggur fyrir neðan fjallgarðinn sem við förum yfir næsta dag og leiðir okkur til Bilbao.
  • Lezama er þekkt fyrir turnana þrjá frá miðöldum: Basabil, Arechavaleta og Lezama, en turnarnir voru kennileiti í hernaði miðalda.
  • Þarna opna veitingahús kl 18 og gott að fá sér að borða góða pílagrímamáltíð, fara snemma í háttinn og hvíla okkur vel fyrir morgundaginn.
  • Gistum á Hotel Rural Matsa

8Miðvikud. 12. júní

7. göngudagur: Lezama – Bilbao 12 km

  • Tökum daginn snemma.
  • Leiðin liggur í gegnum sveitina Zamudia og síðan yfir fjallið Avril. Þegar upp er komið göngum við í gegnum garð sem er uppi á fjallinu og sjáum yfir Bilbao. Gott er að hafa með sér smánesti og borða það í garðinum áður en lagt er af stað niður í borgina.
  • Þægileg og skemmtileg ganga, borgin nálgast og leið okkar liggur í gamla bæinn þar sem er heitir Puerta de los peregrinos. Þar fáum við stimpil í dómkirkjunni sem heitir Catedral de Santiago. Fáum okkur kaffi á torginu og höldum svo á hótel.
  • Gistum á Hotel Abando

9Fimmtud. 13. júní

Hvíldardagur í Bilbao. Skoðum Guggenheim safnið – Göngum meðfram ánni og um gamla bæinn, njótum!

  • Guggenheimsafnið er eitt af kennileitum borgarinnar, byggingin er hönnuð af arkitektinum Frank Gehry.
  • Safnið opnar kl 10 á morgnana, mæli með að við byrjum daginn á því að fara þangað, fáum okkur svo hressingu á safninu á eftir, tekur 2-3 klst. ca.
  • Tökum okkur tíma til að ganga um gamla bæinn, skoða matarmarkað og fl
  • Svo er frí hjá okkur, hittumst síðan og borðum saman síðasta kvöldið
  • Borðum á ítalska staðnum Coppola

10Föstud. 14. júní

Heimferðardagur

  • Tökum bíl á flugvöllinn um kl 4 um nóttina
  • Tökum flug frá Bilbao flugvelli: 06:50
  • Bilbao – Amsterdam
  • Komutími 09:00
  • Bið8 klst
  • Brottför Amsterdam 17:30 Icelandair
  • Heimkoma Keflavik 18:40


Pantanir og fyrirspurnir: Sigrún Ásdís, s. 860-6644 og sigrunasdis@camino.is

Verð og almennar upplýsingar

  • Verð er kr 250.000 á mann miðað við tvo í herbergi
  • Aukagjald fyrir einbýli er kr 20.000 ( ath ekki alls staðar í boði)

Innifalið í verði er:

  • Flug
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Leiðsögn
  • Gisting og morgunverður
  • Trúss ( 10-15 kg )
  • Kvöldverður síðasta kvöldið

Lengd ferðar

  • Samtals eru dagarnir 10, þar af eru göngudagar 7
  • Komið til Bilbao að kvöldi 5. júní
  • Fyrsti göngudagur er 6. júní
  • Samtals verða gengnir u.þ.b. 140 km
  • Einn aukadagur verða í Bilbao áður en haldið verður heim þann 14. júní.
  • Á þessum tíma er meðalhiti í kringum 22° C fer niður í 10°C á nóttunni

Nokkrir punktar

  • Töskur mega vera að hámarki 15 kg fyrir trússarana
  • Á göngudögum þurfa töskur að vera komnar niður í andyri gististaðar kl 8 að morgni
  • Morgunmatur er á gististað ef hægt er, annars finnur fararstjóri annan stað sem hægt er að fá morgunmat
  • Lagt af stað helst ekki seinna en kl 08 á morgnana (að fyrsta og síðasta degi undanskyldum)
  • Gengið er í þögn fyrstu 2 klst hvers dags
  • Morgunteygjur gerðar við fyrstu hentugleika að morgni
  • Innlegg dagsins kynnt áður en lagt er af stað