Á Norðurleiðinni meðfram strönd Spánar er gengið um sveitir og á milli þorpa, fagrar grænar hæðir og hafið bláa skiptast á.
Gengið er í fámennum hópum og í upphafi hvers dags er gengið í þögn.
Það skapast mikil nánd, en samt er það þannig að hægt er að ganga einn og útaf fyrir sig. Hver og einn stjórnar því. Hver og einn fær það næði sem hann þarf.
Einmitt þá gefst þetta gullna færi til að líta sér um öxl, skilgreina stöðuna og finna nýja valkosti, nýja möguleika, ný markmið.