Á vegum Jakobs býður upp á skipulagðar gönguferðir í september árið 2022.

Bæði auðveldar ferðir með minni brekkum, styttri vegalengdum og ferðir með lengri dagleiðum og fleiri brekkum. Þannig ættu sem flestir að finna ferðir við sitt hæfi. Þegar hægt er að koma því við verður reynt að taka eitt flug og síðan bíl af flugvelli beint á áfangastað.

Annars er ein millilending og bíll af flugvelli. Það er alltaf einn frídagur í lokin áður en haldið er heim.

Innifalið í öllum ferðum er flug, bíll til og frá flugvelli erlendis, gisting, morgunmatur, trúss á 10 kg tösku (handfarangurstösku), fararstjórn og kvöldmatur síðasta kvöldið.


Pantanir og fyrirspurnir: Sigrún Ásdís, s. 860-6644 og sigrunasdis@camino.is


Á vegum Jakobs tekur einnig að sér sérferðir bæði fyrir hópa og einstaklinga.

Gönguferðir í september  2022


Norðurleiðin (El Camino Norte) 1. hluti: 2. – 12. september

Gengið frá Pasaje (12 km frá San Sebastian) og endaða í Bilbao

Uppselt

11 daga ferð 8 göngudagar

Samtals 142 km

Tímasetning: 2/9-12/9 2022

Fjöldi 8-10 manns

Verð 330.000

Aukagjald fyrir einbýli 35.000 (ekki hægt að tryggja alls staðar)

Staðfestingargjald 50.000

Ferðalýsing

Flogið til Madríd síðan bílferð til Bilbao og gist þar, lagt af stað morguninn eftir í bíl til Pasaje þar sem gangan hefst.

  1. Pasaje –  San Sebastian 12 km
  2. San Sebastian –  Getaria  25 km
  3. Getaria –  Deba  21 km
  4. Deba –  Markina Zemen 25 km
  5. Markina Zemen –  Gerrikaitz  12,5 km
  6. Gerrikaitz –  Guernica  13 km
  7. Guernica –  Lezama  21,8 km
  8. Lezama –  Bilbao  12 km