FRÁ OVIEDO TIL SANTIAGO DE COMPOSTELLA 31. ÁGÚST – 16. SEPT
Ferðalýsing
Þriðjud. 31. ágúst
Brottfaradagur 31.ágúst
Keflavík – Oviedo
Nánar síðar!
Oviedo
Í Oviedo þurfum við að heimsækja La Catedral de San Salvador og sækja Credenciales sem er nokkurs konar vegabréf, látum stimpla þau síðan á leið okkar til Santiago til að tryggja okkur aflausn að ferð lokinni í Santiago.
Oviedo er við Biskajaflóa og er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðsins Austurias. Íbúar eru um 220 þús. Í borgarastríðinu var 3ja mán. umsátur um borgina, en hún fell að lokum fyrir sveitum Francos.
Gistum á: Auglýst síðar
Miðvikud. 1. september
1. Göngudagur Oviedo – Cornellana 26 km
- Lagt af stað frá Catedral í miðbænum
- Helstu viðkomustaðir í dag:
- Escamplero eftir 11 km. bar/restaurant og lítil verslun
- Premono 4,2 km, bar og verslun
- Penaflor 6 km. Bar/restaurant
- Grado 5 km. Íbúar rúml 7 þúsund, .
- Allt til alls, apótek, verslanir, bakarí banki og bar
- Cornellana 3 km, bar/restaurant, apótek og verslun. Þar er albergue í Monasterio frá 1024
Fimmtud. 2. september
2. Göngudagur frá Cornellana –Salas 12 km
- Frá Grado förum við frá Plaza Ayuntmiento..
- Helstu viðkomustaðir í dag:
- San Juan de Villapañada 4,3 km, alberque (huganlega hægt að fá e-ð)
- St Eulalia de Dórica 5 km, albergue og bar
- Cornellana 3 km, bar/restaurant, apótek og verslun. Þar er alberqan í Monasterio frá 1024
- Salas 9,4 km, 1500 íbúar. Allt til alls
- Ath fáir viðkomustaðir á morgun
Föstud. 3. september
3. GÖNGUDAGUR: Salas- Tineo 20,2 km
- Farið frá Salas yfir bogabrúnna
- Ganga í gegnum skóg hækkun ca 500m
- Bodenaya 6,8 km. “dásamleg alberque á staðnum,
- eftir 1 km er það Espina og þar er bar og verslun. Þessi leið getur verið erfið yfirferðar, sérstaklega í bleytu.
- El Pedregal 3,7 km. þar er bar
- Tineo 7 km. 3800 íbúar, allt til alls
Laugard. 4. september
4. Göngudagur frá Tineo – Pola de Allande 28,2 km
- Auðvelt er að fá morgunmat á leiðinni út úr bænum, barir og bakarí sem opna snemma, það eru hækkanir/lækkanir í dag gott að vera vel undirbúin.
- Helstu viðkomustaðir:
- Campiello eftir ca 12-13 km, þar eru barir, verslanir og albergues.
- Borres eftir 4 km, þar er bar
- Porcieles eftir 7 km, bar
- Pola de Allande, allt í boði
Sunnud. 5. september
5. Göngudagur: Pola de Allande – Berducedo 16,8 km
- Förum út úr bænum á Avenida Principal, Ámerica og síðan Galicia, upp upp …..
- Peñaseita 3 km, alberque og bar
- Puerto de Palo 5 km, á toppnum
- Montefurado 2 km bær sem birtist inn á milli fjalla, einn íbúi ! Áður fyrr var þar sjúkrahús fyrir pílagríma ( sjá mynd)
- Lago 4 km, alberque, bar, verslun,
- Berducedo
Mánud. 6. september
6. Göngudagur frá Berducedo – Grandas de Salime 23 km
- 8 km niðurganga sem getur reynt á, búa vel að fótum, tám, hafa stafi meðferðis
- Göngum í átt að uppistöðulóni/stíflu Embalse de Salima
- Á miðri leið er möguleiki á að fá sér að borða á Hotel Las Grandas (985 627 230)
- Buspol 2,3 km gamalt pílagrímasjúkrahús
- Embalse de Salime 10 km bar, hotel restaurant
- Grandas de Salima 16,8 km allt í boði
Þriðjud. 7. september
7. Göngudagur frá Grandes – Fonsagrada í Galicia 28,1 km
- Erum aðeins á uppleið í dag
- Cereixeira 3,2 km bar
- Castro 3 km, bar, restaurant, hotel
- Gestoselo 2,5 km
- Peñafonte 2,2 km
- Venta del Acebo 4,4 km, toppnum náð, bar og verslun
- Fonfría 4 km, bar og verslun
- A Fonsagrada 8 km öll þjónusta
Miðvikud. 8. september
8. GÖNGUDAGUR FRÁ FONSAGRADA- O CÁDAVO 23,4 KM
- ERUM Í CA. 900 M HÆÐ
- O PADRON EFTIR 1.5 KM
- PARADAVELLA 10 KM
- A LASTRA 5 KM ( UPPLEIÐ)
- FONTANEIRA 3. KM
- CÁDAVO 5 KM ÖLL ÞJÓNUSTA
Fimmtud. 9. september
9. Göngudagur frá Cádavo-Lugo 30,5 km
- Lengri göngudagur en í gær en leiðin auðveldari, dagur til að njóta náttúru og landslags,
- Castroverde 8,5 km. Bakarí, verslun og bar
- Vilar de Cas 7 km. Sjálfsali
- As Casas da Viña 9 km. Sjálfsali
- Castelo, göngum hjá merki sem á stendur 104,241 km til Santiago
- Lugo 5 km. Allt til alls
Föstud. 10. september
10. Göngudagur Lugo – San Romao da retorta 19,7 km
- Þægilegur dagur, mest á steini samt sem getur verið þreytandi fyrir fætur.
- Förum la rúa das Noreas á leið úr bænum
- San Lazaro 2,3 km. Bar
- San Vicenzo do Burgo 7,5 km. Bar
- Taboeiro 7,5 km. Matsöluhús
- San Romao 3 km,
Laugard. 11. sept
11. Göngudagur San Romao- Melide 27,7 km
- Leiðin sögð vera „ eins og stórt sveita völundarhús“ Göngum inn á El camino Francés í dag !
- Burgo de Negral 3,1 km. Smáverslun
- Ponteferreira 7 km. Bar, veitingahús
- As Seixas 6 km. Bar og verslun eftir 1 km
- Irago de Arriba 9 km. 2 km í viðbót og við göngum inn á El camino Francés !
- Melide 5,5 km. Öll þjónusta
Sunnud. 12. september
12. Göngudagur frá Melide – Arzúa 15 km
- Það er stutt á milli staða, landslagið milt og fallegt, blíðar brekkur, skógarrjóður
- Það verður meira um manninn þar sem þessar tvær leiðir; Camino Frances og Camino Primitivo hafa nú sameinast,
- Njótum göngunnar, getum leyft okkur að slaka á og njóta eins og aldrei áður.
- Erum lítið á malbiki, höfum jörðina undir fótum
- Viðkomustaðirnir eru ótal margir, lítið þorp Galiciu sem hafa byggst upp í kringum þessa göngu.
- Aðalstræti er þessi kafli nefndur
Mánud. 13. september
13. Göngudagur frá Arzúa – O Pedrouzo. 19,5 km
- Því meir sem nálgast er Santiago því fleiri eru kirkjurnar og önnur minnismerki sem reist hafa verið á Jakobsstígnum.
- Göngum í gegnum mörg smáþorp og bæi og eins og áður er óþarfi að bera mikið með sér.
- Góðir og mjúkir göngustígar í dag
- Eftirvæntingin eykst, margir pílagrímar hafa bæst í hópinn og eftirvæntingin verður nánast áþreifanleg
- Þetta er dagur til að njóta og vera til, gangan auðveld og lokatakmarkið að nálgast.
Þriðjud. 14. september
14. Göngudagur frá O Pedrouzo – Santiago de Compostela 20 km
- Þá er það lokatakmarkið !
- Síðasti göngudagurinn og hápunkti er náð á Unaðsfjallinu eða el Monte del Gozo.
- Göngum stolti inn í borgina, njótum þess að hafa náð þessum áfanga !
- Verðum okkur úti um aflátsbréf og heimsækjum El Catedral
- FRÍDAGUR miðvikudaginn 15. september
Fimmtud. 16. september
Heimferðardagur
[td_smart_list_end]
Pantanir og fyrirspurnir: Sigrún Ásdís, s. 860-6644 og sigrunasdis@camino.is
*Kortið sýnir leiðina í grófum dráttum en er ekki 100% nákvæmt.
Verð og Almennar upplýsingar
- Verð á mann miðað við tvo í herbergi ATH verð kemur síðar
- Aukagjald fyrir einbýli er kr 40.000 ( ath ekki alls staðar í boði)
Innifalið í verði er:
- Flug
- Akstur til og frá flugvelli
- Leiðsögn
- Gisting og morgunverður
- Trúss ( 10-12 kg ) miðast við handfarangurstösku: 55x20x40 cm
- Kvöldverður síðasta kvöldið
Lengd ferðar
- Komið til Oviedo að kvöldi 31. ágúst, fyrsti göngudagur er 1. september
- Göngudagarnir eru alls 14, samtals verða gengnir 315 km.
- Alls 17 daga ferð
- Byrjum í Asturias, endum í Galicíu í höfustaðnum Compostella,
- Þar sem við fáum syndaaflaust ef guð lofar
- Vegalengdir eru ónákvæmar og tölur geta breyst.
- Einn aukadagur er í Compostella áður en haldið verður heim þann 16. september, samtals eru þetta því 16 dagar
- Á þessum tíma er meðalhiti í kringum 20-22° C