Fyrstu gönguferðir Jakobs á næsta ári eru fyrirhugaðar í lok maí og júní, tvær verða á El camino Portugese og sú þriðja verður á Frönsku leiðinni. Það var gleðiefni þegar Play tilkynnti nýlega að félagið myndi bjóða upp á beint flug til Porto á næsta ári, tímasetningarnar hér eru miðaðar við flugáætlun Play. Hver og einn pantar sitt flug, margir kjósa eflaust að eiga daga í Porto að göngu lokinni.

Þær ferðir sem verða í boði í maí/júní eru eftirfarandi:

  • 1. Porto – Santiago de Compostela. 13 göngudagar – 18. maí – 3. júní
  • 2. Síðustu 155 km. á Frönsku leiðinni. 8 göngudagar – 6. júní – 17. júní
  • 3. Ponte de Lima – Santiago de Compostela. 8 göngudagar – 17. júní – 27. júní

Seinni hluti ársins verður á þessa leið:

Boðið verður upp á ganga Jakobsveginn allan, hvort heldur Frönsku leiðina eða Norðurleiðina í einum áfanga, þ.e. 34 dagleiðir, en dagshlé tekið allavega tvisvar sinnum. Gangan skipulögð í samráði við verðandi samferðarmenn, hámark 6 manns.

  • Í lok ágúst verður boðið upp á El Camino Primitivo frá Oviedo til Santiago de Compostela, 11 daga ganga.

Þetta er sú Jakobsleið sem liggur mest í óbyggðum, fjarri alfaraleið og býður upp á mikla nánd við náttúruna. Í lokin sameinast hún Frönsku leiðinni.

  • Fyrsti og annar áfangi Norðurleiðarinnar verða í boði í september og október.

Fyrsti áfangi Norðurleiðar frá Írún til Bilbao er lúxus ferð og verður farin á rólegu nótunum, hvíldardagar inn á milli, hæfileg blanda af göngu og dekri.

Annar áfangi Norðurleiðarinnar verður frá Bilbao – Santillana del Mar, falleg leið meðfram norðuströndinni, stundum gengið í flæðarmálinu. Þessi áfangi er flatari en sá fyrri en dagleiðir eru sumar hverjar aðeins lengri.


Nánar upplýsingar koma síðar. Endilega sendið fyrirspurnir og pantanir á netfangið sigrunasdis@camino.is