Fyrstu gönguferðir Jakobs á næsta ári eru fyrirhugaðar í lok apríl. Fyrsta verður öll franska leiðin í einum áfanga (780 km).
Það var gleðiefni þegar Play tilkynnti nýlega að félagið myndi bjóða upp á beint flug til Porto á næsta ári, tímasetningarnar hér eru miðaðar við flugáætlun Play.
Hver og einn pantar sitt flug, margir kjósa eflaust að eiga daga í Porto að göngu lokinni.
Þær ferðir sem verða í boði í maí/júní 2023 eru eftirfarandi:
-
El Camino Francés. Öll franska leiðin í einum áfanga (Saint-Jean-Pied-De-Port til Santiago de Compostela), c.a. 780 km.
Ferðatímabil: 24. apríl – 6. júní. Hvíldardagar verða inn á milli og eins í lok ferðar.
Sendið fyrirspurnir og pantanir á netfangið sigrunasdis@camino.is
Í pöntun þarf að koma fram: fullt nafn eins og í vegabréfi, kennitala, númer vegabréfs, sími og heimilisfang, taka fram hvort um einbýli eða tvíbýli sé að ræða.
Í boði er aðstoð við flugbókun gegn 8000 kr. gjaldi.
2. Síðustu 155 km. á Frönsku leiðinni. 8 göngudagar: 6. júní – 17. júní (UPPSELT)
- Fjöldi: 8-12 manns.
Innifalið: allur akstur í Portúgal og Spáni, gisting og morgunmatur alla daga, leiðsögn, trúss á 10 kg tösku
Ekki innifalið: tryggingar og flug.
Pantanir þurfa að berast fyrir 1. mars 2023
*Kortið sýnir leiðina í grófum dráttum en er ekki 100% nákvæmt.
Sendið fyrirspurnir og pantanir á netfangið sigrunasdis@camino.is
Í pöntun þarf að koma fram: fullt nafn eins og í vegabréfi, kennitala, númer vegabréfs, sími og heimilisfang, taka fram hvort um einbýli eða tvíbýli sé að ræða.
Í boði er aðstoð við flugbókun gegn 8000 kr. gjaldi.
3. Ponte de Lima – Santiago de Compostela. 8 göngudagar, u.þ.b. 160 km: 17. júní – 27. júní
(UPPSELT)
- Fjöldi: 8-12 manns.
Innifalið: allur akstur í Portúgal og Spáni, gisting og morgunmatur alla daga, leiðsögn, trúss á 10 kg tösku.
Ekki innifalið: tryggingar og flug.
Pantanir þurfa að berast fyrir 1. mars 2023
Sendið fyrirspurnir og pantanir á netfangið sigrunasdis@camino.is
Í pöntun þarf að koma fram: fullt nafn eins og í vegabréfi, kennitala, númer vegabréfs, sími og heimilisfang, taka fram hvort um einbýli eða tvíbýli sé að ræða.
Í boði er aðstoð við flugbókun gegn 8000 kr. gjaldi.
4. El Camino Norte I hluti: Írún – Bilbao, 11 gistinætur, 8 göngudagar, u.þ.b. 140 km, 2 frídagar. Allur aðbúnaður verður einstaklega vandaður.
- september – 28. september
Fjöldi: 8-12 manns.
Innifalið: flug, allur akstur á Spáni, gisting, morgunmatur alla daga, leiðsögn, trúss á 10 kg tösku. Nudd á slökunardegi sem tekin verður í miðri ferð. Einnig er innifalin heimsókn í spa í Bilbao að göngu lokinni.
Ekki innifalið: tryggingar.
Almennt um ferðirnar
Metnaður er lagður í góðar gistingar alls staðar, en markast af úrvali á hverjum stað fyrir sig. Í Santiago de Compostela að ferð lokinni er gist í tvær nætur á 5 stjörnu hótel þar sem í boði er sundlaug, gufa og sauna.
Góður morgunmatur er í boði alla daga, nesti er útbúið fyrir hádegið ef enginn veitingastaður er á dagleiðinni sem þó oftast er.
Gott er að ákveða sig sem fyrst en í boði er ráðgjöf varðandi undirbúning allan (sem er í raun hluti af ferðinni) og hreyfingu til að gera ferðina sem allra ánægjulegasta.
Nánar upplýsingar koma síðar. Endilega sendið fyrirspurnir og pantanir á netfangið sigrunasdis@camino.is