EL CAMINO Francés, síðustu 155 km
Á vegum Jakobs
Sigrún Ásdís Gísladóttir
+354 8606644
sigrunasdis@camino.is
Almennar upplýsingar
- Innifalið er:
- Pílagrímavegabréf og skel á bakpokann
- Akstur til og frá flugvelli erlendis og akstur frá Santiago til Porto
- Leiðsögn
- Gistingar og morgunverður
- Trúss á einni tösku ca. 10-13 kg
- Kvöldverður síðasta kvöldið
Nokkrir punktar
- Töskur mega vera að hámarki 13 kg fyrir trússið
- Á göngudögum þurfa töskur að vera komnar niður í andyri gististaðar kl 8 að morgni
- Morgunmatur er á gististað ef hægt er, annars finnur fararstjóri annan stað
- Lagt af stað helst ekki seinna en kl 8:30 á morgnana (að fyrsta og síðasta degi undanskyldum)
- Gengið er í þögn fyrstu 2 klst hvers dags (ekki skylda en val hvers og eins)
- Morgunteygjur gerðar við fyrstu hentugleika að morgni
- Innlegg dagsins kynnt áður en lagt er af stað eftir teygjur
Ferðalýsing
Almennt um ferðirnar
Metnaður er lagður í góðar gistingar alls staðar, en markast af úrvali á hverjum stað fyrir sig. Í Santiago de Compostela að ferð lokinni er gist í tvær nætur á 5 stjörnu hótel þar sem í boði er sundlaug, gufa og sauna.
Góður morgunmatur er í boði alla daga, nesti er útbúið fyrir hádegið ef enginn veitingastaður er á dagleiðinni sem þó oftast er.
Gott er að ákveða sig sem fyrst en í boði er ráðgjöf varðandi undirbúning allan (sem er í raun hluti af ferðinni) og hreyfingu til að gera ferðina sem allra ánægjulegasta.
Nánar upplýsingar koma síðar. Endilega sendið fyrirspurnir og pantanir á netfangið sigrunasdis@camino.is