Gönguferð  frá O Cebreiro til Santiago 22.júní – 3. júlí


Sigrún Ásdís Gísladóttir ferðaskipuleggjandi og markþjálfi

  1. 354-8606644

Netfang: sigrunasdis@camino.is


Almennar upplýsingar

Ath að nokkur stéttarfélög eins og td KÍ veitir styrk vegna námskeiðsins.
  • Innifalið:
  • Pílagrímavegabréf og skel á bakpokann
  • Flug og akstur til og frá flugvelli erlendis ásamt akstri til O Cebreiro
  • Leiðsögn og námskeiðsgjald
  • Gistingar og morgunverður
  • Trúss á einni 14 kg tösku
  • Kvöldverður síðasta kvöldið í Santiago

Nokkrir punktar

  • Töskur mega vera að hámarki 14 kg
  • Á göngudögum þurfa töskur að vera komnar niður í anddyri kl 8 að morgni
  • Morgunmatur er á gististað ef hægt er, annars finnur fararstjóri annan stað
  • Lagt af stað ekki seinna en kl 8:30 á morgnana (að fyrsta og síðasta degi undanskyldum)
  • Gengið er í þögn fyrstu 2 klst hvers dags (ekki skylda en val hvers og eins)
  • Morgunteygjur gerðar við fyrstu hentugleika að morgni
  • Innlegg dagsins kynnt áður en lagt er af stað eftir morgunteygjur

Brottfaradagur 22. júní
Keflavík – Santiago

Brottför Keflavik: nánar síðar…

Ein millilending á leiðinni

Fararstjóri tekur á móti væntanlegum pílagrímum á flugvellinum

Ekið frá flugvelli að gististað fyrstu nóttina í Santiago

Sunnudagur 23. júní
1. göngudagur  0 Cebreiro- Triacastela 21 km

  • Akstur að morgni á upphafsstað göngu, ca 160 km, tími ca 1.45klst
  • Ca 4:45 klst ganga
  • Fyrstu 10 km dagsins eru hæðóttir, síðan lækkun um 500m
  • Sjá má á nokkurra km fresti, stöpla sem segja okkur hversu margir km séu til Santiago
  • Það er dásemd að hefja göngu á þessum slóðum, stundum þokukennt að morgni en þokan víkur fljótlega fyrir sólinni
  • Stutt á milli staða þar sem hægt er að fá sér að borða og drekka

Mánudagur 24. júní   2. göngudagur
   Tricastela – Sarria 19 km

  • Hér má velja um tvær leiðir frá Tricastela; hægri= San Xil eða vinstri: Samos sem er 5 km lengri, en á þeirri leið má sjá elsta Monasterio Benedictino á Spáni, sjáum til hvor leiðin verður farin
  • Ca 4.15 klst ganga
  • Byrjað er að fara upp um 250m en síðan liggur leiðin niður til Sarría sem er stærsti bærinn á þessum áfanga
  • Lítið að hafa á þessari dagleið, vatn, hnetur og ávexti þarf að hafa meðferðis.

Þriðjudagur 25. JÚNÍ   3. göngudagur
Sarría – Portomarin  22,5 km

  • Gengið úr 450 m í 700 m ca 5 klst ganga
  • Hér eru um 100 km eftir til Santiago
  • Gengið um sveitir og þorp
  • Engin vandræði með vatn eða mat
  • Göngum framhjá u.þ.b. 20 þorpum !
  • Barbadelo eftir 3,5 km er fyrsti áfangastaður. Síðan rekur hver annan
  • Portomarín liggur beggja vegna við ánna Mino, Embalse de Belesar Dam er stífla sem var reist 1956-1962, við það var vatni veitt á dalinn og yfir gömlu borgina.

Miðvikudagur 26. JÚNÍ   4. göngudagur
PortoMarín- Palas de Rei  23 km

  • Hækkun dagsins kemur strax um morguninn, er úr 420-760 m, fer svo lækkandi ( Monte San Antonio) ca 5.2 klst ganga
  • Eftir 7,6 km er viðkomustaður Gonzar
  • 4.5 km er Hospital de la Cruz, hægt að borða
  • Fyrr á öldum var hér pílagrímasjúkrahús sem er horfið núna
  • Hæst stendur Ligonda, sem er skuggi þess sem áður var þegar hér var mikilvægur áningastaður með sjúkrahúsi, enn má sjá rústir kirkjugarðsins

Fimmtudagur 27. JÚNÍ   5. göngudagur
Palas de rei- Melide  16 km

  • Stuttur og þægilegur dagur í dag, ca 3.15 klst ganga
  • Mikið gengið eftir skógartígum, hestar og kýr á beit í sveitinni, fuglasöngur og friðsæld
  • Stutt á milli þorpa og bæja, nóg að hafa til að borða og drekka
  • Sveitir Galiciu minna stundum á Irland og sveitirnar þar
  • Á leið inni í Melide göngum við hjá kirkju San Pedro, þar er að finna leifar af 15. aldar veggmynd

Föstudagur 28. JÚNÍ  6. göngudagur
Melide – Arzúa 15 km

  • Auðveldur dagur framundan, ca 3.2 klst ganga
  • Eins og síðustu daga er óþarfi að bera með sér mat, aðeins vatn, stutt er á milli þorpa.
  • Boente de Baxixo er fyrsti áningarstaður eftir 5.4 km
  • Ribadiso de Baixo, þar má sjá pílagrímasjúkahús frá 14. öld sem er notað sem albergue í dag

 

 

Laugardagur 29. JÚNÍ   7. göngudagur
arzúa – Pedrouzo  19,5 km

  • Því meir sem nálgast er Santiago því fleiri eru kirkjurnar og önnur minnismerki sem reist hafa verið á Jakobsstígnum, ca 4.5 klst ganga
  • Gengið er í gegnum mörg smáþorp og bæi og eins og áður er óþarfi að bera mikið með sér, göngustígar mjúkir og góðir
  • Tilhlökkunin eykst, margir pílagrímar hafa bæst í hópinn og eftirvæntingin verður nánast áþreifanleg
  • Þetta er dagur til að njóta og vera til, gangan auðveld og lokatakmarkið að nálgast

Sunnudagur 30. JÚNÍ  8. göngudagur
Pedrouzo – Santiago de Compostela  20 km

  • Dagurinn er tekinn snemma í dag, það er hátíðlegt að ganga þessa 20 km inn til Santiago sem er ca 4.5 klst gangur.
  • Gengið upp á Monte Gozo hæðina en áður fyrr sást í turna Dómkirkjunnar í Santiago af þessari hæð
  • Haldið áfram og þegar komið er inn í borgina er stefnan tekin á Dómkirkjuna
  • Þegar komið er á Plaza Obradoiro eru pílagrímavegabréfin afhend og þau sótt seinna um daginn ásamt syndaaflausnarskjalinu. Pílagrímamessan hefst kl 12:00

Mánudagur 1. Júlí  SANTIAGO de Compostela

  • Nú tekur við námskeið í Háskólanum
  • Dagskrá
  • 8.00 Morgunmatur
  • 09-11.15 Fyrirlestur
  • 11.15-11.45 Kaffihlé
  • 11.45-13.00 Fyrirlestur
  • 14.30 – 16.30 Hvíldarhlé
  • 16:30 Skoðunarferð í Dómkirkjuna

 

Þriðjudagur 2. júlí – Santiago de COmpostela

  • Dagskrá dagsins
  • 8:00 Morgunmatur
  • 09-11.15 Fyrirlestur
  • 11.15-11.45 Kaffihlé
  • 11.45-13.00 Fyrirlestur
  • 14.30 – 16.30 Hvíldarhlé
  • 16:30 Listaverk í eigu Háskólans, skoðunarferð um menningar og listaarf Háskólans í Santiago
  • Á vegum Jakobs býður öllum í kvöldverð

 

Miðvikudagur 3. JÚlÍ   Heimferðardagur

  • Njótum þess að hafa náð markmiðum okkar
  • Þökkum fyrir alla þá reynslu sem okkur hefur hlotnast
  • Förum heim sem betri manneskjur, reynslunni ríkari