Frá Barcelo Portúgal til Santiago de Compostela Spáni – 200 km
Gönguferð 4. – 18. júní 2024
Á vegum Jakobs
Sigrún Ásdís Gísladóttir
+354 8606644
sigrunasdis@camino.is
Almennar upplýsingar
15 daga ferð, 14 gistinætur, 10 göngudagar, þrír frídagar; einn í ferðinni, einn frídagur í Santiago og í lokin einn frídagur í Porto (akstur frá Santiago fyrripart þess dags) og haldið heim seinnipart næsta dags, kl 18 er farið út á flugvöll.
Innifalið:
- Akstur til og frá flugvelli erlendis og rútan frá Santiago til Porto
- Leiðsögn
- Gistingar og morgunverður
- Trúss á einni tösku per mann ca. 14 kg
- Pílagrímavegabréf (ásamt aflátsbréfi að göngu lokinni) og skel á bakpokann
- Kvöldverður síðasta kvöldið í Santiago
Nokkrir punktar
- Töskur mega vera að hámarki 14 kg
- Á göngudögum þurfa töskur að vera komnar niður í anddyri kl 8 að morgni
- Morgunmatur er á gististað ef hægt er, annars finnur fararstjóri annan stað
- Lagt af stað ekki seinna en kl 8:30 á morgnana
- Morgunteygjur gerðar við fyrstu hentugleika
- Innlegg dagsins kynnt áður en lagt er af stað eftir teygjur
- Síðan er gengið í þögn næstu 2 klst. (ekki skylda heldur val hvers og eins)
Brottfarardagurinn
4. júní
Playair Porto 14:50-19:50
Bíll og fararstjóri verða á flugvelli, ekið með hópinn til Barcelos. Þetta er rúml. 11 þús.manna bær í héraðinu Braga. Iðnaður og handverk eru helstu atvinnuvegirnir.
Ca 50 mín akstur.
Gott að kaupa sér vatn til að hafa með á hótel,
1. Göngudagur (16 km)
miðvikud. 5. júní
Barcelos –Baluages
Áætlaður tími 4.15 klst. Auðveld ganga
Morgunmatur á gististað.
Nauðsyn að hafa nesti
Sjáum Porta Nova turninn á leið út úr bænum. (eitt af kennileitum staðarins).
Barcelos er í ca 100m hæð, förum í byrjun rólega upp á við upp á Alto da Portela hæðina sem er í 170m (eftir ca 10 km). Eftir 11 km er kaffihús. Síðan er gengið niður í áttina að Baluages sem er í ca 100m hæð. Lítill bær, íbúar um 1000
2. Göngudagur (17 km)
fimmtud. 6. júní
Baluages – Lima
Áætlaður tími 4 klst. Auðveld ganga
Frá Baluages er farið í gegnum sveitir á góðum stígum upp að Alto de la Albergaria og niður aftur að hinni fallegu Lima á sem bærinn dregur nafn sitt af. Eftir 5 km er komið að Vitorino dos Píaes en þar er restaurant og kaffihús. Í Líma er öll þjónusta.
Lima er 5þús.manna bær sem stendur við samnefnda á. Falleg rómversk brú og gamall miðbær einkenna borgina. Einn af fallegum bæjum Norður Portugals.
3. Göngudagur (19 km)
föstud. 7. júní
Ponte de Lima –San Pedro
Áætlaður tími á göngu 6 klst, líklega erfiðasti dagur göngunnar.
Dagurinn hefst með hækkun í ca 300m og náum við hæsta punkti göngunnar á þessari dagleið og heitir Portela Grande Alto og mjög fagurt útsýni þaðan til allra átta. Göngum framhjá mörgum kirkjum og vonandi tekst hópnum að fá góðan stimpil.
4. Göngudagur (20 km)
Laugard.8. júní
San Pedro- Tui
Áætlaður tími á göngu 5:30 klst
Í dag er gengið til borgarinnar Valença yfir brúnna á Ríó Miño sem markar landamæri Portúgals og Spánar. Inn í fallegu borgina Tui sem er í Galiciu. Við heimsækjum Catedral de Tui falleg dómkirkja frá 12. öld. Þetta er talinn ein fallegasta dagleiðin á Camino Portugés. Fyrst einskonar fjallaskörð og svo meðfram ánnni Miño til Valença með sitt einkennandi borgvirki.
Sunnud 9. júní
Frídagur Tui
5. Göngudagur (20 km)
Mánud. 10. júní
Tui-O Porriño
Áætlaður tími á göngu 6 klst
Gengið að Dómkirkjunni, í gegnum borgina og áfram. Stólparnir með kílómetrafjöldanum til Santiago koma í ljós. Leiðin liggur um Louro dalinn, mikið votlendi og fuglalíf. Fyrsta stopp er á kránni Ponte das Febres eftir ca 10km göngu, Þar er stoppað hvílst og borðað. Á göngu dagsins skiptast á moldarstígar og malbik.
6. Göngudagur (16,5 km)
Þriðjud. 11. júní
O Porriño-Redondela
Áætlaður tími á göngu 4 klst
Þægileg ganga um sveitina, smábrekkur upp og niður. Gengið í gegnum skóginn Chan das Pipas. Gott stopp í Mos eftir 6km, þar eru verslanir og barir. Síðan verslun og þjón. eftir 10km göngu.
Í Redondela mætast portúgölsku gönguleiðirnar tvær, costal og central.
7. Göngudagur (22 km)
Miðvikud. 12. júní
Redondela-Pontevedra
Áætlaður tími á göngu 5 klst
Mikið gengið í skógi, nokkrar smáar brekkur. Falleg leið allskonar stígar, allir góðir. Gengið um skóginn þegar boðið er upp á aukaleið. Ekkert að hafa fyrr en eftir 6km. Síðan er frábært bakarí eftir 8km. Gaman að ganga um gamla bæinn í Pontevedra og skoða tapas barina.
8. Göngudagur (21,1km)
Fimmtud.13. júní
Pontevedra-Caldas
Áætlaður tími á göngu 4:30 klst
Mjög auðveld ganga, skógur og vínviður einkenna leiðina. Fyrsti áningastaður eftir 8km og síðan annar eftir 15km. Leiðin liggur um kastaníulundi þegar gengið er út úr borginni. Göngum í skógum Lombo da Maceira.
9. Göngudagur (19 km)
Föstud.14.júní
Caldas des Reis- Padrón
Áætlaður tími á göngu 5:30 klst
Smáhækkun upp á votlendið Valga. Þessi áfangi er varðaður krossum og kirkjum. Iglesia Santiago í Padrón er heimsótt en þar er steinninn staðsettur sem Jakob festi bát sinn við þegar hann kom til Spánar fyrst. Hans fyrsta predikun var í litlu kirkjunni í brekkunni í gamla miðbænum. Þess má geta að skáldin Rosalia de Castro og Camilo Jose Cela eru frá Padrón.
10. Göngudagur (25 km)
Laugard. 15. júní
Padrón-Santiago
Áætlaður tími á göngu 6-7 klst
Þetta er lengsti göngudagurinn, lagt af stað snemma. Gengið um sveitir og smábæi, líka eikar-, furu og eucalyptuskóga. Sjá má turna Dómkirkjunnar þegar komið er inn í gamla bæinn.
Það er gott að koma snemma til Santiago vegna skráningar á hópnum. pílagrímamessan er í Dómkirkjunni kl 12 og svo aftur kl 19.
Sunnud. 16. júní
Frídagur í Santiago
Njótum þess að vera komin, á hóteli er gufa, sund og snyrtistofa.
Hægt að panta nudd.
Í boði er ferð á Heimsenda eða Finistierra fyrir þá sem vilja, ef tekinn er leigub. tekur það ca 3 klst alls. Nánar síðar…
Tökum okkur tíma til að ganga um gamla bæinn.
Pílagrímum boðið í mat um kvöldið
Mánud. 17.júní
Santiago – Porto
Tökum rútuna frá Santiago til Porto um kl 11, ferðin tekur um 3 klst.
Maríurnar tvær í Alameda garðinum heimsóttar.
Frídagur að öðru leyti og dagskrá skv óskum
Skoðum Porto og njótum lífsins seinnipartinn
Þriðjudagur 18. júní
Heimferðardagur
Dagskrá dags í samkvæmt óskum
Farið á flugvöll um kl 18:00
Play air
Porto 20:55 – Keflavík 23:55