Portúgalska leiðin – 200 km
frá Barcelos til Santiago de Compostela
Á vegum Jakobs
Sigrún Ásdís Gísladóttir
+354 8606644
sigrunasdis@camino.is
Ferðatímabil: 31. maí – 14. júní 2026
15 daga ferð, 14 gistinætur, 10 göngudagar, þrír frídagar.
Heildarvegalengd er 200km og dagleiðir eru 16-22km að undanskyldum síðasta deginum sem er 25km.
Fjöldi: 8-12 manns.
Stutt ferðalýsing
Flogið til Porto í Portúgal (ekki innifalið) í beinu flugi með Playair. Þar tekur fararstjóri á móti hópnum, þaðan er svo ekið til Barcelos þar sem gist er fyrstu nóttina.
Lögð er áhersla á góðan aðbúnað og vandaðar gistingar.
Gangan um Jakobsveginn hefst í Portúgal og endar í Santiago de Compostela í Galiciu á Spáni. Þar fá pílagrímar afhend aflátsbréf að göngu lokinni.
Þessi leið kölluð „Camino Central“ en hún liggur inni í landinu og er gengið í gegnum falleg þorp, stærri bæi og sveitir, mikill gróður, ár og lækir einkenna umhverfið.
Þetta er þægileg leið með frekar stuttum dagleiðum.
Á göngunni sjálfri er einn frídagur í Tui Spánarmegin, en þar er gist í tvær nætur. Að göngu lokinni og eins dags dvöl í Santiago er farið með rútu til Porto í Portúgal og gist á góðu hóteli við ánna Douro eina nótt, og er brottför út á flugvöll kl 18:00 næsta dag.
Verð
Verð á mann miðað við gistingu í tvíbýli – 390.000 kr.
Aukagjald fyrir einbýli – 75.000 kr.
Staðfestingargjald sem fæst ekki endurgreitt nema ferð falli niður – 80.000 kr.
Innifalið
-
Akstur af og á flugvöll erlendis
-
Leiðsögn
-
Gisting og morgunverður alla daga
-
Rútuferð frá Santiago de Compostela til Porto Portúgal
-
Trúss á einni 14 kg tösku
-
Pílagrímavegabréf og aflátsbréf í lokin
-
Kvöldverður síðasta kvöldið
Ekki innifalið
-
Flug
-
Tryggingar
-
Hádegis- og kvöldmatur