Norðurleiðin – 160 km
Jakobsvegurinn frá Írún til Bilbao
Á vegum Jakobs
Sigrún Ásdís Gísladóttir
+354 8606644
sigrunasdis@camino.is
Ferðatímabil: 3. – 13. september 2026
11 daga ferð, 10 gistinætur, 7 göngudagar, 2 frídagar, annar í miðri göngu, sá seinni í Bilbao.
Fjöldi: 8-12 manns.
Stutt ferðalýsing
Flogið er til Biarritz í Frakklandi með einni millilendingu, leiðsögumaður tekur á móti væntanlegum pílagrímum á flugvellinum, þaðan er ekið á gististað í Írún þar sem gangan hefst næsta dag.
Gengið er um græn héruð Baskalandsins á N-Spáni, upp og niður brekkur með útsýni yfir Biskayflóann og Atlanshafið fyrstu dagana.
Fallegar borgir eru á þessari leið: Bilbao sem verður fallegri með ári hverju og hefur sitt fræga Guggenheim safn og San Sebastian sem sögð er ein fegursta borg Spánar og er m.a. þekkt fyrir frábæran mat og tapas (pintxos) rétti. Falleg sjávarþorp og síðast en ekki sísta græn og væn sveitahéruð marka
Jakobsveginn til Bilbao þar sem þessari göngu lýkur. Lögð er áhersla á góðar gistingar og allan aðbúnað.
Verð
Verð á mann miðað við gistingu í tvíbýli – 460.850 kr.
Aukagjald er fyrir einbýli – 75.000 kr.
Staðfestingargjald sem fæst ekki endurgreitt nema ferð falli niður – 80.000 kr.
Innifalið
-
Flug
-
Akstur til og frá flugvelli erlendis
-
Leiðsögn
-
Gisting og morgunverður alla daga
-
Akstur á gististað þar sem það er þörf
-
Trúss á einni 14 kg tösku
-
Pílagrímavegabréf
-
Aðgangur að Guggenheimsafninu í Bilbao
-
Spa í Bilbao að göngu lokinni
-
Kvöldverður síðasta kvöldið
Ekki innifalið
-
Tryggingar
-
Hádegis- og kvöldmatur