4. júní – 18. júní – ATH! 2 sæti laus
El Camino Portugés central, síðustu 200 km. frá Barcelos í Portúgal til Santiago de Compostela á Spáni.
Beint flug með Play (ekki innifalið) til Porto, þar er tekið á móti hópnum og ekið á upphafsstað göngu daginn eftir.
Eftir frídag í Santiago er farið með rútu aftur til Porto og farið heim næsta dag.
15 daga ferð, 14 gistinætur, 10 göngudagar, þrír frídagar; einn í ferðinni, einn frídagur í Santiago og í lokin einn frídagur í Porto.
Að göngu lokinni og eftir frídag í Santiago er farið með rútu aftur til Porto og farið þaðan heim með Play næsta dag 18. júní.
- Verð kr. 320.800 miðað við gistingu í tvíbýli.
- Aukagjald fyrir einbýli kr 75.000. Staðfestingargjald kr 60.000, óendurkræft nema ferð falli niður.
- Fjöldi: 8-12.
- Innifalið: Akstur af og á flugvelli erlendis, rútuferð frá Santiago til Porto, gisting og morgunverður alla daga, pílagrímavegabréf. Leiðsögn og trúss á einni 14 kg tösku.
- Ekki innifalið: tryggingar og flug, hádegis- og kvöldmatur.
22. júní – 3. júlí – ATH! Uppseld
El Camino Francés, síðustu 160 km. frá O Ceibrero í Galiciu til Santiago de Compostela.
Í þessari ferð verður boðið upp á tveggja daga námskeið í Háskólanum í Santiago að aflokinni göngu; fyrirlestrar fyrir hádegið og skoðunaferðir eftir hádegið. Dagskrá auglýst síðar.
12 daga ferð, 11 gistinætur, 8 göngudagar, 2 dagar í Santiago.
- Verð kr. 420.300 miðað við gistingu í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli kr 75.000.
- Staðfestingargjald kr 60.000, óendurkræft nema ferð falli niður.
- Fjöldi: 10 -12.
- Innifalið: Flug, akstur af og á flugvöll erlendis, akstur á upphafsstað göngu, gisting og morgunverður alla daga, pílagrímavegabréf, trúss á einni 14 kg tösku. Leiðsögn og 2ja daga námskeið í Háskólanum í Santiago.
- Ekki innifalið: tryggingar, hádegis- og kvöldmatur.
El Camino Norte I – ATH Uppseld
1 . september – 11. september
El camino Norte frá Írún – Bilbao 160 km.
11 daga ferð, 10 gistinætur, 7 göngudagar, 2 frídagar, annar í miðri göngu, sá seinni í Bilbao.
- Verð kr. 430.960 miðað við gistingu í tvíbýli.
- Aukagjald fyrir einbýli kr 55.000
- Staðfestingargjald kr. 60.000 óafturkræft nema ferð falli niður.
- Fjöldi: 8-12 manns.
- Innifalið: flug, akstur til og frá flugvelli á Spáni, á gististaði þar sem þarf, gisting, morgunverður alla daga, pílagrímavegabréf. Leiðsögn, trúss á einni 14 kg tösku. Aðgangur að Guggenheimsafninu í Bilbao. Spa í Bilbao að göngu lokinni.
- Ekki innifalið: tryggingar, hádegis- og kvöldmatur.
El Camino Norte II
15. september – 29. september – ATH 1 sæti laust
Skráningu lýkur 1. maí.
El camino Norte frá Bilbao – Llanes 213 km.
15 daga ferð, 14 gistinætur, 11 göngudagar, 2 frídagar, einn í Santander á miðri göngu, sá seinni í Bilbao.
Flug með einni millilendingu til Bilbao, gist þar eina nótt og haldið af stað daginn eftir, að göngu lokinni er bílferð frá Llanes til Bilbao og þaðan verður flug heim með einni millilendingu.
- Verð kr. 480.000 miðað við gistingu í tvíbýli.
- Aukagjald fyrir einbýli kr 75.000
- Staðfestingargjald kr. 60.000 óafturkræft nema ferð falli niður.
- Fjöldi: 8-12 manns.
- Innifalið: flug, akstur til og frá flugvelli á Spáni, á gististaði þar sem þarf, gisting, morgunverður alla daga, pílagrímavegabréf. Leiðsögn og trúss á einni 14 kg tösku.
- Ekki innifalið: tryggingar, hádegis og kvöldmatur.
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og pantanir á netfangið sigrunasdis@camino.is
Í pöntun þarf að koma fram:
- Fullt nafn eins og í vegabréfi
- Kennitala
- Númer vegabréfs
- Sími og heimilisfang
- Taka fram hvort um einbýli eða tvíbýli sé að ræða.